Nýsköpun og viðskiptaþróun á Grikklandi
Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.
Um er að ræða þriðja áfanga í áætluninni „Business Innovation Greece“ sem miðar að því að þróa og örva samstarf Grikklands við Ísland, Liechtenstein og Noreg.
Áætlunin leggur áherslu á eftirfarandi þætti:
• Grænar lausnir
• Bláa hagkerfið
• Upplýsingatækni
Verkefnin: Áhersla er lögð á verkefni tengd viðskiptaþróun og nýsköpun, fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, með sérstaka áherslu á grænar lausnir, bláa hagkerfið og upplýsingatækni.
Frestur: Umsóknarfrestur er 1. september 2022
Fjárhæð: Heildarfjárhæð styrkja fyrir hvert verkefni verður á bilinu 50.000 til 1.500.000 EUR.
Fyrirkomulag: Fyrirkomulag styrkveitingar er þannig að fyrirtæki eða stofnun á Grikklandi sækir um styrkinn en semur við íslenskt fyrirtæki um samvinnu á verkefnatímanum. Íslensk fyrirtæki þurfa því að finna samstarfsaðila á Grikklandi til að eiga kost á þátttöku í verkefninu.
Frekari upplýsingar: Greece, The 3rd Call for Proposals on Green Innovation, ICT and Blue Growth
Vakin er athygli á að vefviðburður vegna útboðsins fór fram þann 10. mars, sjá upptöku og frekari upplýsingar frá viðburðinum.
Áhugasamir um slík verkefni eru einnig hvattir til að skrá sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins til samstarfsleitar á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.
Tengiliður verkefnisins á Íslandi er Egill Þór Níelsson hjá Rannís. Áhugasamir geta einnig haft samband við Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur hjá Íslandsstofu.
Lönd / Heimsálfa
GrikklandTækifæri
Styrkur