Leitað samstarfsaðila á sviði grænna lausna í Búlgaríu
Yfirvöld í Burgas við Svartahaf, fjórðu stærstu borg Búlgaríu, leita samstarfsaðila vegna mögulegra verkefna á sviði grænna lausna.
Um er að ræða samstarf í tengslum við opnun umsókna í Uppbyggingarsjóð EES vegna verkefna sviði loftslags- og umhverfismála. Fjárhæð styrks getur verið allt að 500.000 EUR. Fyrirkomulag styrkveitingar er þannig að fyrirtæki eða stofnun í Búlgaríu sækir um styrkinn en semur við íslenskt fyrirtæki um samvinnu á verkefnatímanum.
Leitað er að áhugasömum fyrirtækjum á sviði grænna lausna sem nýtast í baráttunni við áhrif loftslagsbreytinga. Annars vegar er leitað lausna fyrir sk. græna kortlagningu (e. green mapping) og bókhald - m.a. til að stuðla að bættri ákvarðanatöku - og hins vegar græna skráningu (e. green registry) og vöktun loftgæða, flóðahættu og umferðar.
Sjá nánari lýsingu hér.
Einnig vefsíðu útboðs-flokksins hjá Uppbyggingarsjóði EES.
Frekari upplýsingar veitir Zoya Stoyanova. Áhugasömum er bent á að hafa samband við hana fyrr en síðar en skilafrestur umsókna rennur út 16. nóvember nk.
* * *
Við hvetjum áhugasöm fyrirtæki til að skrá sig í gagnagrunn Utanríkisráðuneytisins yfir fyrirtæki sem eru áhugasöm um verkefni Uppbyggingasjóðsins en grunnurinn gerir erlendum og innlendum aðilum kleift að finna samstarfsaðila. Hér er hlekkur á skráningarform til að láta skrá sig á listann.
Lönd / Heimsálfa
OpiðBúlgaríaBurgasTækifæri
Styrkur